Þessi hættu saman árið 2015

Því miður hættu nokkur stjörnupör saman á árinu sem er að líða. Sumir voru fljótari að jafna sig en aðrir á sambandsslitunum en sem dæmi má nefna tóku Gwen Stefani og Blake Shelton saman í lok árs. Þau skildu bæði við sína maka fyrr á árinu.

Emma Stone og Andrew Garfield

1446048036_emma-stone-andrew-garfield-gall-zoom

Emma Stone og Andrew Garfield hættu saman eftir fjögurra ára samband en þau kynntust við tökur á myndinni The Amazing Spider-Man. Parið tók fyrst pásu í apríl á þessu ári en hættu síðan alveg saman í september.

Halle Berry og Olivier Martinez

1445971204_halle-berry-olivier-martinez-gall-zoom

Eftir tveggja ára hjónaband ákvöddu Halle Berry og Olivier að skilja í október á þessu ári.

Kaley Cuoco og Ryan Sweeting

1443455706_kaley-cuoco-ryan-sweeting-zoom

Leikkonan Kaley Cuoco skildi við eiginmann sinn Ryan Sweeting í september en þau höfðu verið gift í 21 mánuð. Fljótlega eftir að hún tilkynnti um skilnaðinn fóru þær sögusagnir á flug um að Ryan væri háður lyfseðilsskyldum lyfjum og að það hafi eyðilagt sambandið.

Jon Hamm og Jennifer Westfeldt

1441655601_jon-hamm-jennifer-westfeld-split-zoom

Eftir 18 ára samaband þeirra Jon og Jennifer lágu þeirra í sundur. Parið gaf út þá yfirlýsingu að þrátt fyrir að það væri komið að endalokum myndu þau halda áfram að styðja hvort annað.

Gwen Stefani og Gavin Rossdale

1438646234_169928888_gwen-stefani-gavin-rossdale-zoom

Söngkonan Gwen Stefani og eiginmaðurinn hennar Gavin Rossdale brutu mörg hjörtu þegar þau tilkynntu um skilnað þeirra í ágúst. Hjónabandið entist í 13 ár og eiga þau þrjú börn saman. Gavin á að hafa haldið framhjá Gwen með barnfóstrunni þeirra en Gwen var ekki lengi að finna sér nýjan kærasta en hún fór að vera með söngvaranum Blake Shelton.

Blake Shelton og Miranda Lambert

1437412739_blake-shelton-miranda-lambert-split-zoom

Kántrýsöngvararnir þau Blake Shelton og Miranda Lambert komu öllum á óvart í júlí þegar þau tilkynntu um sinn skilnað. Þau höfðu verið saman í 9 ár en þau giftu sig í maí árið 2011.

Kourtney Kardashian og Scott Disick

1436203873_scott-disick-kourtney-kardashian-zoom

Kourtney Kardashian var ekki lengi að henda Scott út úr húsinu þeirra þegar myndir birtust af Scott og fyrrverandi kærustunni hans í innilegum faðmlögum á netinu. Scott var þá í Suður Frakklandi en Kourtney var heima með börnin þeirra þrjú. Parið byrjaði að hittast fyrst árið 2006 en áfengis- og eiturlyfjavandamál Scott litaði allt sambandið þeirra.

Ben Affleck og Jennifer Garner

1435697885_ben-affleck-jennifer-garner-zoom

Gavin Rossdale var ekki sá eini til þess að eyðileggja hjónaband sitt með því að sofa hjá barnfóstrunni en leikarinn Ben Affleck gerði slíkt hið sama. Jennifer og Ben gáfu út yfirlýsingu 30. júní um að þau hefðu tekið sameiginlega ákvörðun um að skilja. Tilkynningin kom degi eftir 10. brúðkaupsafmæli þeirra.

SHARE