„Þessi líkami er misskilinn“

Þetta er líkami minn. Þetta er líkami konu sem hefur glímt við átraskanir. Þessi líkami er misskilinn.

Með þessum orðum hefst myndband sem fyrirsæta að nafni Loey Lane skellti á vefinn. Loey segist hafa glímt við þyngdina allt sitt líf og segist upplifa fordóma þegar kemur að líkamsþyngd hennar og útliti. Hún þvertekur fyrir að sitja í sófanum og raða í sig skyndibitum allan daginn eins og svo margir virðast halda. Ráðleggingar annarra um að hún verði að grennast séu eingöngu meiðandi fyrir hana.

„Áður en þú ferð að segja mér hvað er rangt við líkama minn leyfðu mér að segja hvað er gott við hann. Þessi líkami er sterkur. Þessi líkami er með kúrvur. Hann á að fá að vera það sem hann er; fallegur! Þetta er eini líkaminn sem ég mun eiga allt mitt líf.”

SHARE