Þessi myndbönd fá þig til að hugsa þig tvisvar um þegar þú svarar næst í farsímann þinn – Myndband

Með tímanum getur farsímanotkun haft skaðleg áhrif á fólk skv. nýjum rannsóknum frá Örebro Hospital í Svíþjóð.  Þar hafa menn varpað ljósi á að farsímanotkun hefur skaðleg áhrif á heilann. Í rannsókninni kom fram að líkur á þróun heilaæxlis er 290 % miðað við 10 ára meðal notkun farsíma. Athyglisvert þykir að töluvert af æxlum sem fundist hafa í höfði fólks eru á þeim stað sem farsíminn lá að höfðinu, þ.e. hjá örvhentum vinstra megin og rétthentum hægra megin.

Þróunin er ógnvænleg

Vinsældir farsíma aukast gríðarlega ár frá ári og aldur þeirra sem notar þá færist sífellt neðar og neðar sem er ógnvekjandi staðreynd ef marka má þessar niðurstöður. Ekki fyrir meira en 10 árum síðan var óalgeng sjón að sjá ung börn með farsíma. Í dag hefur þetta heldur betur breyst og algengt er að börn yngri en 10 ára eigi síma sem þau nota mikið enda fleygir tækninnni sífellt fram. Börn eru viðkvæmari gagnvart geislum frá farsímum en fullorðnir því þau eru enn að þroskast. Sumir vilja ganga svo langt og tengja hegðunarvandamál við börn sem notað hafa farsíma frá unga aldri. Já, þetta er sannarlega ógnvænleg þróun sem allir þurfa að vera vakandi yfir.
Í raun má líkja notkun á farsímum við risastóra tilraun þar sem íbúar jarðarinnar eru tilraunadýrin.  Endanlegar niðurstöður fást ekki fyrr en tilrauninni líkur sem getur tekið þó nokkuð langan tíma. En mjög líklega munu niðurstöðurnar sýna fram á sögulega aukningu á skaðlegum heilaæxlum sem tengja má beint við farsímanotkun.

Hvað er hægt að gera til að vernda sig gegn geislum frá farsímum?

-Eflaust er besta leiðin að nota hann ekki. En það gæti verið erfitt fyrir marga.
-Að slökkva á símanum þegar hann er ekki í notkun er önnur leið.
-Að nota hátalarann í staðin fyrir að leggja símann upp að eyranu.
-Að halda á honum með hendina frá eyranu…..það gæti líka reynst dáldið erfitt.
-Að setja farsímann í “airplane mode” ef þú getur ekki slökkt á honum.
-Að kynna sér geislavarnarrannsóknir og vera meðvitaður um hugsanlegar afleiðingar.
-Að skapa umræðuvettvang og fræða þá sem hafa ekki kynnt sér rannsóknir um áhrif  farsímanotkunar á heilsuna.

Staðreyndin er nefninlega sú að með aukinni vitund fólks mun iðnaðurinn fyrr laga sig að ástandinu.

Vídeó


https://www.youtube.com/watch?v=1rgTpVIWBf0#t=39

 

Heimildir:
Natural Society 6. september 2012

Birt með góðfúslegu leyfi Heilsufrelsi

heilsufrelsi_small

 

SHARE