Þessi unga kona er ótrúlega hugrökk – Mynd

Þessi stúlka er einungis 23 ára gömul og starfar sem fyrirsæta og förðunarfræðingur. Hún heitir Townsend  og er ótrúlega flott, algjör kroppur og hún birti þessa mynd af sér á dögunum, þar sem hún liggur í sólbaði.

Það sem gerir Townsend öðruvísi en aðrar stúlkur sem birta myndir af sér á sundfötunum er að hún er með tvo stómapoka.

Townsend var greind með Crohn sjúkdóminn þegar hún var 11 ára gömul og hefur þurft að fara í 6 aðgerðir vegna hans og á endanum þurfti hún að fá tvo stómapoka.

„Loksins, eftir þrjú og hálft ár, hef ég ákveðið að þessir stómapokar eiga ekki að stjórna lífi mínu,“ segir Townsend á Facebook síðu sinni. „Svo þegar ég fór til Mexíkó með eiginmanni mínu í desember, þá leyfði ég pokunum að sjást í fyrsta skipti án þess að skammast mín. Ég vonast enn eftir því að lækning finnist.“

Myndin hefur fengið mikla athygli og mörg þúsund deilingar og það er óhætt að segja að Townsend er hugrökk ung kona.

nd963-womans-brave-bikini

SHARE