Þessum hlutum sér fólk mest eftir að hafa ekki gert þegar það stendur við dauðans dyr

Hverju sér fólk mest eftir þegar það stendur við dauðans dyr?

Hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið á líknardeild segir að eitt af því sem hún heyrir deyjand fólk oft tala um sé að það óskar að það hefði ekki þrælað eins mikið og það gerði.

Hverju myndir þú helst sjá eftir ef þú værir á síðasta degi þínum?

Fólk óskaði ekki að það hefði átt betra og meira kynlíf eða lifað fleiri spennandi atburði. Oftast nefndi fólk að það óskaði að það hefði ekki þurft að vinna eins mikið og það gerði.

Bronnie Ware umrædd hjúkrunarkona er frá Ástralíu og hefur unnið þar. Hún skrifaði bók um reynslu sína í starfi og segir þar m.a. að það sé merkilegt hvað mörg gamalmenni hugsa skýrt og hvað við gætum lært margt af þeim. Þegar þau voru spurð hvort þau sæju eftir einhverju sérstöku eða hvað þau myndu gera öðruvísi ef þau gætu lifað aftur voru svörin mjög áþekk.

 

Þessi svör birtust á theguardian og við birtum þau hér. Þessi grein rekur mann út í smá sjálfsskoðun.

 

1.Ég vildi óska að ég hefði haft hugrekki til að vera sjáfum mér trú(r) en ekki farið eftir því sem aðrir ætluðust til. 

“Þetta var það sem ég heyrði oftast. Þegar fólk áttar sig á að lífinu er að ljúka og það horfir yfir lífshlaupið sést best hve margir draumar hafa ekki ræst. Fæstir höfðu séð drauma sína rætast og urðu að mæta dauða sínum vitandi að það var vegna þess hvernig þeir völdu eða völdu ekki. Heilsan veitir okkur frelsi sem fáir átta sig á þangað til við höfum hana ekki lengur. ”

2. Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið. 

“Næstum því hver einasti sjúklingur minn af karlkyni sagði þetta. Þeir söknuðu þess að hafa ekki verið meira með börnum sínum og maka. Konurnar töluðu líka um þetta en fæstar höfðu unnið burtu frá heimilunum verandi af þeirri kynslóð. Allir karlarnir hörmuðu það innilega að hafa þurft að nota svo mikið og raunin var af tíma sínum til að vinna fyrir hinu daglega brauði”.

3. Ég vildi að ég hefði þorað að sýna tilfinningarnar 

“Margt fólk leynir tilfinningum sínum til að halda friðinn. Svo sættir það sig við einhverja litlausa tilveru og verður aldrei það sem það hefði getað orðið. Margt af þessu fólki varð lasið vegna vanlíðunar og biturleika sem af þessu hlaust“.

4. Ég vildi óska að ég hefði haldið sambandinu við vini mína. 

“Oft áttaði fólk sig ekki á vægi vináttunnar fyrr en á síðustu metrunum og þá var ekki alltaf hægt að hafa upp á vinunum. Margir voru líka svo uppteknir af eigin málum að þeir létu góða vináttu sem þeir áttu renna út í sandinn.  Margir sáu mjög mikið eftir því að hafa látið vináttuna renna sér úr greipum og áttuðu sig á að þeir höfðu sjálfir ekki ræktað hana.”

5. Ég vildi óska að ég hefði leyft mér að vera hamingjusamari. 

“Þetta heyrðist ótrúlega oft. Margir höfðu ekki áttað sig á því fyrr en kom að leiðarlokum að við veljum sjálf hvort við erum hamingjusöm eða ekki. Þau festust í vana og gömlu mynstri. Tilfinningaleg lægð var yfir allri tilverunni. Óttinn við breytingar af hvaða tagi sem var olli því að þau létu eins og þau væru ánægð þó að innst inn hafi þau mjög mörg langað í tilbreytingu, „gaman og gleði – eins og í gamla daga“.

Hverju sérð þú mest eftir og hverju langar þig mest að breyta áður en lífi þínu lýkur? 

 

SHARE