Þetta er engin venjuleg ástarsaga – Myndir

Rodney Conradi og Lynse Rainford hittust árið 2010 í Seattle þar sem þau voru bæði í meðferð vegna krabbameins. Rodney var með óalgengt krabbamein sem heitir Ewing´s sarcoma en það veldur því að fær æxli í beinin, Lynse var með hvítblæði.

cancer-love2

 

Þau byrjuðu saman árið 2011. Lynse var búin í lyfjameðferð og var í hléi frá meðferðum. „Við töluðum um sambúð og geta kannski loksins átt eðlilegt líf,“ segir Lynse. „Allt okkar samband vorum við annað hvort bæði veik eða annað okkar var veikt. Við áttum aldrei eðlilegt samband.“ 

cancer-love3

 

Árið 2011 veiktist Rodney aftur og nú verr en áður. Hann var lagður inn á Yakima Valley spítala til meðferðar og hann vissi að hann ætti ekki langt eftir. Hann vildi ekki eyða tímanum í neitt rugl og á Valentínusardag árið 2012 bað hann „Hann var svakalega veikur og ælandi en það var það sem gerði þetta svo sérstakt, jafnvel þó hann væri veikur vildi hann gera þetta rétt.“

cancer-love4

 

Aðeins tveimur dögum eftir bónorðið, þann 16. febrúar árið 2012 voru Lynse og Rodney gefin saman í kapellu spítalans. Rodney gat varla gengið. „Hann var með markmið og ætlaði að kvænast þessari stúlku áður en hann dæi,“ segir faðir Rodney, Kirk Conradi.

cancer-love

 

Á brúðkaupsnóttina urðu verkir Rodney óbærilegir og honum var gefin deyfing. Hann var meðvitundarlaus næstu vikur en komst einstöku sinnum til meðvitundar og þá sást á honum hversu hamingjusamur hann var að vera kvæntur ástinni í lífi sínu.

cancer-love5

Mánuði eftir brúðkaupið, 11. mars 2012, lést Rodney. Hann var aðeins 21 árs. Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og eiginkonu „Þetta var það eina sem hann vildi, að giftast Lynse og það var ekkert sem stoppaði þau. Kraftur ástarinnar kom þeim í gegnum athöfnina,“ segir systir Rodney, Emily. cancer-love6

„Þetta var besta brúðkaup sem ég hefði getað beðið um, töfrum líkast,“ segir Lynse.

SHARE