“Þetta er sorgarsaga með hann, hann virðist ítrekað sækja í að misnota á þennan hátt”

Vernharð Þorleifsson, er einn af þeim mönnum sem hefur sagt okkur frá reynslu sinni af nafntogaða miðlinum sem fjallað var um fyrr í vikunni. Vernharð fékk á sínum tíma skilaboð frá þriðja aðila um að miðillinn umtalaði hafi séð hann í K.A heimilinu og hafi í kjölfarið fengið svo sterk skilaboð sem hann yrði að koma til hans. Vernharð hefur ekki farið leynt með þetta í gegnum árin og hefur að hans sögn rekist á þónokkuð marga sem hafa sömu sögu að segja.

Honum bauðst að fá fund með miðlinum, sem þá var nafntogaður á Íslandi fyrir “miðilsgáfu” sína, endurgjaldslaust. 

„Ég var upp með mér og þáði boðið, enda spenntur að heyra hvaða tíðindi andarnir hefðu handa mér og mætti því fullur eftirvæntingar.“

„Hann sagði mér frá indíánahöfðingja sem fylgdi mér, Hann bað mig um að klæða mig úr að ofan og hann kom sér svo fyrir aftan við mig og strauk mér um bakið, og lýsti fyrir mér að þannig kæmi indjánahöfðinginn orkunni til mín. Þetta gerði hann í nokkrar mínútur á meðan hann spurði mig hvort ég hafi orðið fyrir einhverjum meiðslum á læri. Ég hvað svo ekki vera. Þá spurði hann mig hvort hnéin hafi eitthvað verið að plaga mig og ég sagði að ég hafi farið í liðþófaaðgerð nýlega. Þetta þótti honum mikil tíðindi enda væri hann að fá skilaboð frá indjánanum um að hann yrði að koma orku í hnéin á mér. Hann bað mig um að bretta skálmarnar upp eins langt og þær kæmust, svo tók hann sér stöðu fyrir framan mig og strauk mér um hnéin. Þetta var greinilega erfitt fyrir hann því svitinn lak af honum. Hann einbeitti sér að hnjánum í nokkrar mínútur en sagði svo að hann væri að fá sterk skilaboð um að lærin á mér væru viðkvæm og að indjáninn vildi endilega senda smá fyrirbyggjandi orku þangað. Ég sagði að lærin á mér væri í fínu standi og að engin þörf væri á frekari orku þangað. Þá fékk hann sér sæti aftur og skrifaði eitthvað niður á blað, sem hann síðan rétti mér og sagði mér að þetta væri heimasímanúmerið hans í Reykjavík og að ég ætti endilega að bjalla í hann þegar ég kæmi suður. Ég yrði hinsvegar að lofa að segja engum frá því að hann hafi látið mig fá þetta númer. Ég lofaði því, og sveik. Hann spurði hvort hann ætti að gefa mér aðeins meiri orku áður en tíminn væri liðinn en ég sagðist vera á hraðferð.“

Vernharð áttaði sig ekki fyrr en hann var á leið heim hvað hafði í raun verið í gangi þarna. Daginn eftir leitaði hann kollega hans uppi og spurði hvort það væri venjan að strjúka þeim sem miðlað væri að.

Svar hennar var að svo væri ekki: „Þetta er sorgarsaga með hann. Hann er með rosa hæfileika en virðist ítrekað sækja í að misnota þá á þennan hátt.“

Aðspurður segir Vernharð lítið hafa gert í málinu annað en að vara fólk við manninum:

„Það voru engir eftirmálar enda slapp ég að mér fannst vel frá þessu. Ég veit af þónokkrum öðrum fyrir norðan sem hafa sömu sögu að segja. Ég hef aldrei talað við hann síðar enda hef ég ekkert við hann að tala, þetta er ekki eitthvað sem ég þarf einhverja lokun á, finnst bara að fólk megi vita um manninn.“

Vernharð hefur undir höndunum upptöku af fundinum.

Hér er brot úr frásögn annars manns sem lagt hefur fram kæru á hendur miðilsins, þú getur lesið alla frásögnina hans hér

„XXXXX byrjaði svo að fá samband við pabba(sagði hann) og leiddi mig í þá átt sem hann vildi til þess að ég myndi trúa honum, hann talaði um hversu spenntur ég var og vildi hann fá mig að slappa af, hann vildi að ég færi úr fötunum og átti ég að leggjast á bekkinn og fékk ég handklæði yfir mittið á mér, ég varð hræddur en á sama tíma trúði ég að þetta kæmi mér í meira samband við pabba. Hann byrjaði að nudda á mér gagnaugun og sagði mér að slappa af og það væri mikil spenna í mér sem hann gæti hjálpað mér að losna við, hann byrjaði að koma við brjóstkassan á mér og hélt alltaf áfram að tala um spennu og hvernig hann gæti hjálpað mér, svo var hann komin með hendina tippið á mér fyrir utan handklæðið, ég fékk standpínu og varð eins og lamaður þegar hann fór með hendina innfyrir handklæðið og byrjaði að fróa mér og sagðist vilja hjálpa mér að losna við allan þenna spenning og þrýsting sem ég hafði innanborðs. Ég fékk sáðlát og þá var fundinum lokið.“

 

Ritstjórn Hún.is hefur undir höndum nafn aðila þess sem ásakaður hér er um misbeitingu en mun ekki birta það að svo stöddu.

Upplýsingar sem Hún.is hefur undir höndum hafa verið sendar lögreglu sem hefur samkvæmt upplýsingum ritstjórnar til meðferðar kæru á hendur manninum.

Þær athugasemdir við greinar skrifuð af lesendum síðunnar eru á ábyrgð þeirra sem þær rita en ritstjórn áskilur sér rétt til þess að fjarlægja athugasemdir við greinar og/eða fréttir án fyrirvara.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here