Þetta gerist í líkamanum fyrsta klukkutímann eftir gosdrykkju

Það vita allir að sykraðir gosdrykkir eru eflaust ekki hollir. Við drekkum þá nú samt mörg af og til þrátt fyrir að við vitum að við séum eflaust ekki að gera líkamanum gott. Við borðum líka nammi stundum en höfum kannski ekki gott af sykrinum. Síðurnar blisstree.com og nutrition research center birtu grein um áhrif gosdrykksins kók á líkamann, fyrstu 60 mínúturnar.

  • Fyrstu 10 mínúturnar: 10 teskeiðar af sykri flæða um líkamann. (Það er fullur dagskammtur af sykri)  Þú kastar ekki upp af þessu af því að sýran í drykknum sér til þess að þú heldur honum niðri. 
  • Eftir 20 mínútur: Blóðsykurinn verður í hámarki og seyting insúlíns brenglast. Lifrin bregst þannig við þessu að hún breytir sykrinum í fitu ( og nú er einmitt alveg nóg af sykri í kerfinu!).
  • Eftir 40 mínútur: Líkaminn er búinn að taka til sín allt koffínið. Augasteinarnir þenjast út, blóðþrýstingur hækkar og svar lifrarinnar við þessu er að hún sendir meiri sykur út í blóðstrauminn.  Adenósín viðtakarnir í heilanum virka nú ekki og þú ert þó nokkuð hress. 
  • Eftir 45 mínútur: Dópamín framleiðsla þín hefur aukist og örvar ánægjustöðvarnar í heilanum.
  • Þegar líður að 60 mínútum: Fosfór sýran í kókinu bindur kalk, magnesíum og zink sem svo fer úr líkama þínum þegar þú pissar. En það átti að fara í bein og tennur! Þig blóðlangar í eitthvað sætt, ert í raun með sykurfall og þér líður ekki vel. Líklega færðu þér aftur kók og hringrásin byrjar upp á nýtt- eða hvað??

 

Það er áhugavert að spá í þessu. Sumir drekka gosdrykki í öll mál, daglega, það er kannski of mikið af hinu góða?

Heimild

Heimild

 

SHARE