Þetta eru klárir krakkar og vonandi eru hlutir að breytast til hins betra.
Krakkarnir fá allir að sjá sömu auglýsinguna sem er nánar tiltekið Cheerios auglýsing, sem skiptir þó ekki öllu.
Heldur er fjölskyldan sem leikur í auglýsingunni blönduð, maðurinn er svartur og móðirin er hvít.
Eftir auglýsinguna eru þau spurð hvernig þeim þótti og öll voru á svipuðu máli en sögðu t.d fyndin, skemmtileg, falleg.

Þeim er svo sagt að auglýsingin hafi valdið mikilli og ljótri umræðu og voru spurð hvers vegna, þeim datt ekkert í hug og var þá sagt að vegna þess að fjölskyldan væri blönduð.

Sjáðu hvað  krakkarnir segja í myndbandinu, þau tala einnig um tilgangsleysi þess að setja ljótar athugasemdir við myndbönd eða annað.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”VifdBFp5pnw”]

SHARE