Þorskur með snakkhjúpi

Þessi ofureinfalda og bragðgóða uppskrift frá Ljúfmeti og Lekkerheit  er æðisleg.

Hér má í raun nota hvaða fisk sem er en sjálf er ég hrifnust af því að nota þorskinn. Fiskstykkin eru pensluð með majónesi sem festir snakkið við fiskinn, sem er síðan kryddaður með salti og pipar áður en mulið snakkið er sett yfir hann. Snakkið gefur fiskinum stökkan og bragðmikinn hjúp. Einfalt, fljótlegt og stórgott!

Sjá einnig: fiskurGratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

snakkfiskur12

Þorskur með snakkhjúpi

þorskur (eða annar fiskur)

majónes

salt og pipar

snakk með salti og ediki (það stendur salt and vinegar á pokanum)

Sjá einnig: Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður

Hitið ofninn í 200°. Þerrið fiskinn og leggið á bökunarplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Penslið majónesi yfir fiskinn, kryddið með salti og pipar, og setjið síðan mulið snakkið yfir. Þrýstið aðeins á snakkið svo það festist betur við fiskinn. Setjið í ofninn í um ca 12-15 mínútur, passið að ofelda ekki fiskinn.

Ljúfmeti og lekkertheit á Facebook

SHARE