Þróttmikil ræða Emmu Watson: „Ég þarf á hjálp ykkar allra að halda”

Laugardaginn 20 september sl. steig Emma Watson, leikkona, í ræðustól á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Þar ávarpaði hún þingið og fór með ræðu sem bar heitið „He for She” og tók á hugsjónum femínisma, þeim ranghugmyndum sem gjarna eru bornar upp sem mótrök gegn jafnræði kynjanna og því misrétti sem konur víðsvegar um heim búa enn við.

Emma, sem nýverið var skipaður velgjörðarráðherra Sameinuðu Þjóðanna, vakti verðskuldaða heimsathygli fyrir kjarnyrta ræðu og beinskeytta framkomu í ræðustól – en sjálfa ræðuna í heild sinni má hlýða á hér að neðan.

Stórkostleg frammistaða hjá ungu stúlkunni og orð í tíma töluð:

SHARE