Þú hefur ekki séð Kim og Kanye svona áður

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West sjást sjaldan skellihlæjandi. Eða bara aldrei, svona réttara sagt. Þau virtust hins vegar ekki ráða við sig þegar þau fengu einkasýningu á gamanmyndinni Grimsby í gærkvöldi. Kim og Kanye horfðu á myndina ásamt þeim Kris Jenner, Corey Gamble og Kourtney Kardashian og var ekki annað að sjá en að hún væri hin besta skemmtun.

Sjá einnig: Kíktu í heimsókn til Kim og Kanye

Kim birti þetta skemmtilega myndband á Twitter og hefur það vakið mikla athygli:

SHARE