Þunglynt fólk eru bestu leikarar lífsins – Þjóðarsál

Ég þekki stelpu sem er ein sú glaðasta manneskja í heimi. Aldrei leið dagur án þess að hún væri með bros á vör og alltaf hugsaði ég hvernig fer hún að þessu, að vera alltaf svo hamingjusöm og glöð. En svo kemur það í ljós að henni hefur aldrei liðið eins illa.

Það er nefnilega það, þú getur falið allt. Aldrei hefði neinum dottið í hug að þessi glaðlynda stelpa hefði meiri áhuga á að deyja en að lifa, að hún myndi skera sig til að losa sársaukann, að henni liði eins og hún væri í algjöru myrkri og að aldrei kæmi sól.

En svona er þessi svokallaða gríma. Sama hvað gengur á getur hún alltaf sett upp brosið og litið hamingjusöm út og engum grunar neitt. Á meðan inn í henni öskrar sársaukinn og myrkrið. Það tel ég vera bestu leikarar lífsins að geta sett upp allt þetta hamingjusamlega og broslega leikrit fyrir öllum. Það sem allir og ég læri mest af þessari manneskju að maður veit aldrei hvernig fólki líður getur sjaldnast séð það á fólkinu því all flestir byrgja það inn í sér.

Birna María Ellingsen

SHARE