Þunguð kona hraunar yfir mótmælendur fóstureyðinga

Fréttamaðurinn Sunny Hundal var viðstaddur mótmæli gegn fóstureyðingum sl. miðvikudag fyrir utan heilsugæslustöð í London. Sunny var búin að spyrja einn mótmælandann sem var með myndavél utan á sér, hvort hann hafi verið að mynda þær konur sem mættu á heilsugæslustöðvarnar.

Mótmælandinn neitaði því að hafa verið að mynda konurnar þegar þunguð kona sem hafði fylgst með mótmælunum frá byrjun steig fram og sagði mótmælandann vera að ljúga. Hún tók sig síðan til og lét alla mótmælendurnar heyra það.

Það sem þið eruð að gera er rangt. Þið vitið ekki af hverju konur gera það sem þær gera en þið viljið standa hér fyrir utan, til að dæma og taka upp. Þið standið hérna og látið aðrar konur fá samviskubit. Margar hafa verið misnotaðar og þið vitið ekkert þeirra ástæður. Mér finnst þetta vera svo rangt.

Stúlkan stoppar ekki þarna og má segja að allir hafi verið orðlausir eftir hún hafði skammað mótmælendur:

Tengdar greinar:

11 ára stúlka fær ekki að fara í fóstureyðingu eftir nauðgun

Líf ungrar konu er í hættu ef hún gengur með barnið – Fær ekki að fara í fóstureyðingu

Silja fór í fóstureyðingu eftir nauðgun – Brot úr nýjasta þætti Málsins

SHARE