Þvílík grimmd

 

Ég les gjarnan fréttir á erlendum miðlum og þar sem ég elska ketti þá brast hjarta mitt við að lesa þessa frétt. ég á sjálf fjóra ketti og þeir hafa sko allar sínar klær.

Mynd af Irmu minni.

Í New York ríki í Bandaríkjunum er mjög algengt að kattaeigendur láti draga klærnar úr köttum sínum.

Það fer ekki á milli mála að það er mjög kvalarfullt og óeðlilegt fyrir köttinn en aðgerðin er þannig að hluti af beini kattarins sem tengist klónni er tekin í sundur.

Andrew Cuomo ríkistjóri New York hefur lagt til að þetta verði bannað með lögum í Bandaríkjunum.

Þessi athöfn að draga klær úr köttum tíðkast víða um heim en hefur verið bönnuð og þar með orðið að ólöglegu athæfi í flestum Evrópulöndum, Brasilíu, Ísrael, Ástralíu og Nýja sjálandi.

Sjá meira: Svona horfa heimiliskettir á heiminn

Dýraverndunarsinnar gagnrýna þessa aðgerð og segja hana ómannúðlega villimennsku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að um 20 til 25 % katta í bandaríkjunum séu án klóa!

Mitt kattahjarta grætur yfir þessari skelfingu og ég vona að þetta verði bannað um allan heim. 

 

heimild:

BBC 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here