Til hvers er þetta vetrarfrí? – Þjóðarsálin

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

 

Nú eru í gangi vetrarfrí hjá mörgum skólum og ég hef tekið eftir því að margir foreldrar eru að rembast við það að koma börnunum sínum í pössun þessa daga til að geta farið í vinnu.

Ég man eftir því þegar þetta byrjaði hérna á Íslandi, þ.e.a.s vetrarfríin en þessi venja hefur ekki verið í neitt svakalega mörg ár. Þá hugsaði ég með mér hvað þetta væri æðislegt og maður gæti farið að gera einhverja skemmtilega hluti með barninu/börnunum sínum í nokkra daga á miðri skólaönninni.

Svo þegar kemur að þessu þá er maður búin/n með allt frí sem maður á inni og maður getur kannski ómögulega tekið launalaust frí því maður hreinlega ekki efni á því að vera í 4 daga launalaus. Ef maður á frí inni getur maður örugglega tekið sér frí en það fer alveg eftir því hversu „ómissandi“ starfskraftur maður er og hvort það séu fleiri á vinnustaðnum í sömu sporum með börnin sín á sama tíma.

Mér finnst vetrarfríin algjörlega vera að missa marks og væri frekar til í að byrja skólann seinna á haustinn og hætta fyrr á vorin. Held það myndi koma betur út fyrir alla.

Varð bara að senda ykkur þetta og tjá mig um þetta.

SHARE