Til konunnar í símanum í umferðinni! – Þjóðarsál

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

————————

Fyrr í dag var ég að keyra úr Hafnarfirði eftir að hafa verið að kenna þar ungum börnum. Á leiðinni til baka í sólinni ákvað ég að stoppa í Hagkaup að kaupa mér að borða. Keyri svo út á Hafnarfjarðarveginn og er búin að keyra þar í dágóða stund á vinstri helming (var að keyra framhjá bíl sem var að keyra þó nokkuð hægt) þegar ég sé bíl koma hratt aftan að mér og ákvað því að færa mig yfir á hægri helminginn því ekki vildi ég nú vera að þvælast fyrir þessari manneskju sem var augljóslega að flýta sér. Öll þekkjum við það nú að hafa gefið aðeins í þegar við erum að flýta okkur á milli staða. Hún þýtur framhjá mér á um það bil 110 hraða. Fyrir utan það að vera yfir hámarkshraða þá var hún allan tímann sem ég sá hana þá er hún að fikta í símanum sínum fyrir framan nefið á sér. Kona á miðjum aldri á silfur „station“ bíl. Ég tók nú ekki eftir því hvort að hún hafi verið með börn í bílnum en það vona ég innilega ekki. Ég ætla nú ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki litið á símann við aksturinn en það gerist í mesta lagi á ljósum.

Ég hef of oft séð þetta fyrir minn smekk og í þetta skipti fékk ég nóg. Ég gaf í, keyrði hliðina á henna og flautaði á hana og gaf merki um að leggja frá sér símann.

Ég vil nú ekki vera að skipta mér að því hvernig fólk lifir lífi sínu, ef þú vilt hoppa úr flugvélum, keyra kappakstursbíl eða hvað það nú er, en í þessum aðstæðum er fólk ekki aðeins að fara gáleysislega með sitt eigið líf heldur annarra.

Elsku kona á silfurlitaða „station“bílnum. Ég vil endilega biðja þig um að hugsa áður en þú framkvæmir. Mér þykir mjög vænt um mitt líf og þætti það ömurlegur máti að kveðja það vegna þess að þú gast ekki beðið í smá tíma með að senda sms eða skoða Facebook.

SHARE