Tilfinningaþrungin stund hjá Selena Gomez

Selena Gomez fór á barnaspítala á Aðfangadagskvöld en hún hefur haldið sig frá sviðsljósinu seinustu mánuði.

Börnin voru auðvitað í skýjunum að fá stjörnuna í heimsókn og stemningin á spítalanum var mjög tilfinningaþrungin.

Sjá einnig: Selena Gomez fer á rauða dregilinn eftir meðferð

„Hún var mjög ljúf og æðisleg með krökkunum,“ sagði heimildarmaður í samtali við  E! News. „Það féllu nokkur tár og upplifunin var mjög tilfinningaþrungin fyrir marga sjúklingana.“

selena-gomez-21

Selena var mjög eðlileg og skreytti meðal annars smákökur með börnunum. Selena faðmaði öll börnin og leyfði þeim að taka myndir af sér með sér.

selena-gomez1

 selena-gomez-stops-by-childrens-hospital-on-christmas-eve-ftr

 

SHARE