Tinder keyrir tryllingslega skemmtilegar nýjungar í gegn

Nú er hægt að „svæpa” notendur um allan heim gegnum stefnumótaappið Tinder, en þjónustan sem kynnt var til sögunnar fyrir fáeinum dögum síðan – er þó ekki ókeypis. Meira en það; notendur sem komnir eru yfir þrítugt borga helmingi hærra mánaðargjald en þeir sem yngri eru.

Það kostar nokkrar krónur að vera kominn til ára sinna á Tinder

Þeir Tindernotendur sem komnir eru fyrir þrítugt, mega greiða litlar 1800 íslenskar krónur fyrir mánaðaráskrift sem felur í sér ótakmörkuð „svæp”, samskipti við aðra Tindernotendur um allan heim og afturköllun „synjunar” – þeas. nú er loks hægt að „svæpa” til baka, í þeim tilgangi að skoða notanda betur. Allt upp á nýtt.

elle-hottest-tinder-dudes-sverrir-reykjavik

Erlendar konur í Tinder áskrift eru að sögn ELLE eru óðar í Sverri

Íslenskir folar þykja þeir kynþokkafyllstu í heimi – líka á Tinder

Sé notandi hins vegar undir þrítugu, er annað uppi á teningnum og greiðir unga fólkið innan við 1000 íslenskar krónur fyrir sömu mánaðaráskrift. Ekki eru nema fáeinir dagar frá því að HÚN greindi frá því að blaðamaður tískutímaritsins ELLE hefði sagt tvo íslenska fola með „kynþokkafyllstu körlunum á Tinder” en greinin var rituð í þeim tilgangi að kynna „passport-þjónustu” Tinder, sem er ný af nálinni og fellur undir mánaðaráskrift sem gerir viðkomandi að alþjóðlegum „Power-notanda” á Tinder.

elle-hottest-tinder-dudes-porsteinn-reykjavik

Þorsteinn vakti athygli erlendrar blaðakonu á Tinder, en sú var í áskrift og „svæpaði” íslenska folann

Nú er hægt að „svæpa” til baka á Tinder og afturkalla fyrri mistök

Liðnir eru einnig dagar „takmarkaðra svæpa” á Tinder, því notendur í áskrift geta nú hæglega ferðast um allan heim gegnum stefnumótaappið og valið staðsetningu að vild – og um leið líkað við ótakmarkaðan fjölda notenda, hvað sem það á nú svo aftur að fyrirstilla.

undo-640x564

Einmitt; nú er loks hægt að bakka á Tinder og fara aftur á prófíl sem var afþakkaður 

Súpernotendur í áskrift fá ótakmörkuð „svæp” í öllum helstu borgum heims

Hvað merkja breytingarnar svo fyrir „meðaljóninn”? Jú, sé notandi kominn yfir þrítugt er eins gott að rífa upp seðlaveskið áður en lagt er dýrðina – hægt er að afturkalla „svæp-mistök” sem hefðu annars kostað vangaveltur, eftirsjá og vandræðagang (Ó, nei, af hverju svæpaði ég til vinstri? Hver var þetta? Hvernig finn ég viðkomandi aftur?) – að ekki sé minnst að nú er hægt að „hita upp fyrir helgarferðir” – fara á rafræn deit í útlöndum og tékka markaðinn í helstu stórborgum heims (á Tinder, já) án þess að standa upp úr sófanum.

Svona lítur Tinder vegabréfið út:

passport-640x564

Notandi velur einfaldlega heimshluta og birtist á skjá þeirra sem eru á svæðinu í kjölfarið

Alls ekkert plat og allir upplýstir á appinu

Vegabréfið, eða Passport, eins og það nefnist á Tinder – gerir sem áður sagði notendum kleift að breyta um staðsetningu og tengjast notendum hvar sem er í veröldinni. Ekki er um blekkingu að ræða – heldur greinir appið frá raunverulegri staðsetningu notanda, en flytur á sömu stundu – tengslin til valins svæðis. Þetta er að skemmtileg nýjung, en áður var einungis hægt að tengjast staðbundnum notendum í ákveðinni fjarlægð. Nú geta áskrifendur hins vegar valið ákveðnar staðsetningar og skipt milli heimshluta með einum smelli.

Segjast vilja gefa unga fólkinu séns á viðráðanlegu áskriftarverði

Ástæðuna fyrir mismunandi áskriftarleiðum eftir aldurshópum segja forsvarsmenn Tinder vera einfalda; að hér sé verið að reyna að laða að ungt fólk með lægri áskriftargjöldum. Stefnumótaappið hefur þó hlotið harða gagnrýni þeirra sem eldri eru fyrir að mismuna áskrifendum eftir aldri, en forsvarsmenn hafa komið ákvörðun þeirra til varnar með því að benda á að Spotify bjóði líka upp á afsláttarkjör fyrir fólk í námi.

Unga fólkið á einfaldlega minni peninga, en er að sama skapi spenntara fyrir Tinder. Aldurshópurinn undir þrítugu þarf á hvatningu að halda til að koma í áskrift. Það er allt.

Tengdar greinar:

Erlent tímarit segir íslenska karlmenn vera á meðal þeirra heitustu á Tinder

20 hlutir sem þú átt ALDREI að segja á fyrsta stefnumóti

Kafloðinn Ástralíubúi kóperar konur á Tinder

SHARE