Tíu heitustu karlmódel allra tíma í myndum og máli

Enn mælir Vogue og orð líðandi stundar er „karlmódel”. Sjóðheit, seiðandi og sjúklega kynþokkafull karlmódel sem öll eiga það sameiginlegt að hafa slegið í gegn í tískuheiminum, dóminerað pallana og tekið yfir hverja forsíðuna af fætur annarri.

Á vefnum vogue.com má finna þá herramenn sem prýða efstu tíu sætin á þeim eftirsóknarverða lista sem geymir „Tíu fegurstu karlmódel allra tíma” og upptalningin er … sjúklega heit.

Hér fara þeir herramenn sem verma efstu tíu sæti listans:

#1 – Tyson Beckford

 

Tyson-Beckford-Cosmo

Fæddur og uppalinn í Bronx og á ættir að rekja til Jamaika, Panama, Kína og Afríku. Há kinnbeinin og seiðandi yfirbragðið (að ekki sé minnst á töfrandi faglega sem persónulega framkomu) gerðu að verkum að Gucci, Tommy Hilfinger, Calvin Klein og fleiri tískurisar féllu kylliflatir fyrir unga manninum með göldróttu augun. Tyson hefur prýtt lista People sem náði yfir 50 fegurstu einstaklinga allra tíma. Ekki að undra, maðurinn er gullfallegur:

 

#2 – David Gandy

 

david-gandy-6

 

Gengur undir viðurnefninu „Dolce-drengurinn” en hann er þekktastur sem andlit tískurisans Dolce & Gabbana úr fjölmörgum tískuherferðum gegnum árin. Slík er elska D & G á David (eða Dolce-drengnum) að tískuljósmyndarinn Mariano Vivanco helgaði sprengsexí ásjónu mannsins heilt dagatal fyrir tískurisann.

#3 – Brad Kroenig

 

Brad-Kroenig-16

 

Það var enginn annar en Karl Lagerfeld sem uppgötvaði Brad árið 2003 gegnum verkefni sem Brad bókaði hjá Abercrombie & Fitch árinu áður. Karl bauð Brad verkefni á vegum Fendi og í kjölfarið varð ekki aftur snúið. Brad hefur oftlega ljáð Chanel ásjónu sína á myndum og sjálfur Lagerfeld ritaði síðar meir bók um innkomu og upprisu Brad í tískuheiminum, en bókin sú bar heitið Metamorphoses of an American

#4 – Jon Kortajarena

 

jon-kortajarena

Jon skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 í herferð Armani og Galliano og hefur átt gullna göngu í bransanum allar götur síðan. Jon er réttilega álitinn kyntákn í fyrisætuheiminum og hefur prýtt áleitnar og ögrandi auglýsingaherferðir fyrir Guess og Tom Ford.

 

#5 – Sean O’Pry

 

Sean-OPry_HM_thb

Sérfræðingar Vogue segja Sean vera dæmigerðan fulltrúa „drengsins í næsta húsi” eða „the boy next door” sökum sakleysislegs, töfrandi og freistandi útlits og yfirbragðs. Forbes sagði Sean vera eitt farsælasta karlmódel veraldar árið 2009 og ekki að ástæðulausu, en hann hefur þjónað ekki ómerkari tískurisum en Yves Saint Laurent, Armani og Bottega Veneta.

 

#6 – Marcus Schenkenberg

 

Screen-Shot-2014-06-11-at-7.21.45-AM

 

Marcus á ættir að rekja til Svíþjóðar og var uppgötvaður af tískuljósmyndara þar sem hann renndi sér á hjólaskautum eftir Venice Beach í Los Angeles. Örlögin höfðu ætlað Marcus stóra hluti í fyrirsætubransanum og leiddi uppgötvun hans til þáttöku í einni eftirminnilegustu auglýsingaherferð Calvin Klein í upphafi níunda áratugarins (þar sem Marcus sat nær nakinn fyrir) en þekktastur er hann fyrir að hafa verið andlit Versace.

 

#7 – Mathias Lauridsen

 

screenshot-scoopmodels.com 2014-09-10 17-55-36

 

Mathias er danskur og steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 sem andlit Dior Homme. Samkvæmt heimildum Vogue hefur Mathias þótt eftirsótt andlit allar götur síðan og hefur starfað fyrir nöfn á borð við Lacoste og Givenchy og eru þá fáir upptaldir.

#8 – Mark Vanderloo

 

tumblr_mguddrsSVq1qbg2pgo1_500

Þekktastur úr auglýsingaherferðum Hugo Boss, karlmenni fram í fingurgóma og haldið ykkur nú fast, Mark lék stærri þátt í metsölumyndinni Zoolander en ætla mætti því söguhetjan bar eftirnafn sem er útútsnúningur á eftirnafni Vanderloo. Ótrúlega skemmtileg og lítt þekkt staðreynd, ekki satt?

 

#9 – Noah Mills

 

1899899_orig

 

Drengurinn þessi hefur gengið pallana þvera á enda fyrir ekki ómerkari nöfn en Yves Saint Laurent, Gucci og Dolce & Gabbana, Bottega Veneta og Tommy Hillfinger. Hann á farsælan feril að baki sem spannar yfir áratug og er langt frá því að vera hættur.

 

#10 – Evandro Soldati

 

Gn214

Evandro Soldati er brasilískur að uppruna og á ættir að rekja til námuhéraðs en sérfræðingar Vogue vilja meina að karlmannlegur kjálkasvipur Evandro sé svo stálharður að slípa mætti demant til á kinnbeinum hans.

SHARE