Tjúlluð kókosbollubomba

Hérna fáum við eina dýrðlega og djúsí af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Það er laugardagur. Það má nú alveg baða sig aðeins í kókosbollum, er það ekki. 

Jú, ég hélt það líka. Ég mæli að sjálfsögðu enn og aftur með því að þú fylgist með Tinnu Björgu á Facebook – þú verður ekki svikin/n.

Sjá einnig: Kókosbolludraumur – Uppskrift

IMG_7998hh

Kókosbollubomba

1 marengsbotn

250 gr bláber

250 gr jarðarber

1/2 granatepli

500 ml þeyttur rjómi

4 kókosbollur

100 gr Malteserskúlur

  • Brjótið marengsbotn í litla bita og dreifið yfir fat eða mót.
  • Skerið jarðarber í bita og sáldrið helmingnum yfir marengsbotninn ásamt helmingi af bláberjum og aldini úr 1/4 granatepli.
  • Skerið kókosbollur í bita, blandið saman við þeyttan rjóma og smyrjið yfir marengsbotninn. Skreytið með Maltesers kúlum og afgangi af jarðarberjum, bláberjum og granateplum.
  • Þið getið notað hvaða marengs sem er, keypt hann tilbúinn eða bakað sjálf. Ég nota oftast brúnan marengs með Corn Flakes en stundum breyti ég til og hef hann hvítan.
  • Berin þurfa ekki endilega að vera fersk, núna setti ég fersk bláber ofan á bombuna en frosin undir rjómann. Margir eiga eflaust frosin aðalbláber frá berjatíðinni í sumar og haust, þau er tilvalið að nota í svona rétt. Jarðarberin kaupi ég hins vegar alltaf fersk. Stundum hef ég líka sett frosin hindber í kókosbollubombuna, það er ofboðslega gott.

Möguleikarnir eru endalausir svo það er um að gera að prófa sig áfram, útkoman getur eiginlega ekki klikkað.

Sjá einnig: Grillgott með kókosbollum og karamellum

SHARE