Töff þakíbúð í miðri Malmö – Myndir

Í miðborg Malmö er falleg þakíbúð á stórkostlegum stað með einstöku útsýni yfir Gamla Väster, Kungsparken.  Gefur manni smá tilfinningu eins og að búa í New York með útsýni yfir Central Park.  Þakíbúðin er 87 m2    var að fullu endurnýjuð af núverandi eigendum fyrir nokkrum árum og samanstendur af þremur herbergjum, tvö svefnherbergi, stofu, borðstofu og opnu eldhúsi og stílhreinu baðherbergi.  Eldhúsinnréttingin er í svörtu með fallegum appelsínugulu höldum frá Verdum og svolítið sérstakt að sjá svartan eldhúsvask, en gefur heildinni einstakan blæ.  Inn á baðherberginu fær appelsínuguli liturinn að njóta sín áfram.  Í stofunni er búið að fella inn sjónvarpið og arin á veggina.  Gengið er út á þakveröndina úr stofu og hjónaherbergi.  Hjónaherbergið er með fataherbergi og innréttingar frá Ikea fá að njóta sín vel þar.  Þakveröndin er fjögra metra breið og liggur meðfram Stora Nygatan á lengdina.  Veröndin er með heitum potti og nýtist vel sem framlenging á sjálfri íbúðinni og töfrandi útsýni kirkjugarðinn og Kungsparken.

SHARE