Töfrandi: Fegurstu brosin hans Teddy á fyrsta ári lífsins

Elsku litli Teddy – sem er svo lánsamur að eiga öll stóru augnablikin kirfilega geymd á filmu. Og nú hefur barnið ratað í blöðin í ofanálag.

Teddy litli á móður sem er rithöfundur og ágætur ljósmyndari – en sú ber heitið Amelia Morris og í samstarfi við föður Teddy, sem heitir Matt – fönguðu þau öll breiðustu brosin hans Teddy á filmu og settu saman í myndskeið sem sýnir ljóslega fyrsta árið í lífi barnsins.

Allt frá grettu nýburans til hnerrans sem elti Teddy og hrekkti í ófáar vikur, til breiða brossins og fyrstu skrefana – hér má sjá hamingjuríkustu augnablik ungabarnsins sem teygja sig allt yfir fyrsta árið í lífi hans.

Yndislegt myndband sem læðir inn brosi og hlýju og batnar með hverju áhorfinu:

Tengdar greinar:

 

SHARE