Töfrum líkar ljósmyndir af íslenskum tvíburum

Töfrum líkastur myndaþáttur af tveimur íslenskum stúlkum, systrunum Ernu og Hrefnu hefur farið sigurför um netið undanfarna sólarhringa, en stúlkurnar eru tvíburar og búa í Reykjavík.

Systurnar tvær, sem eru í sérstöku dálæti hjá ljósmyndaranum Ariko Inaoka fara þannig hljóðlátar, íhugular og englum líkar með aðalhlutverkið í gullfalllegri myndaröð sem vefurinn Slate tók til umfjöllunar fyrr í þessari viku. Þar segir einnig að Ariko, sem heimsótti Ísland fyrst árið 2002, sé sem heilluð af landi og þjóð og íslenskri tónlist. Ariko segist hafa orðið fyrir sterkum áhrifum strax í fyrstu heimsókn og að allt frá því hún steig fyrst fæti á íslenska grundu hafi landslagið verið henni nær endalaus uppspretta sköpunar og hvatningar.

5.jpg.CROP.original-original

Allur réttur áskilinn: Ariko Inaoka

9.jpg.CROP.original-original

Allur réttur áskilinn: Ariko Inaoka

Fundum Ariko bar fyrst saman við systurnar árið 2006 í reykvískri sundlaug og fékk Ariko þær í framhaldinu til að koma í prufu fyrir auglýsingaverkefni sem Ariko hafði með að hafa þá stundina. Að endingu voru systurnar ekki valdar í verkið, en Ariko var eftir sem áður sem heilluð af fótógenísku útliti þeirra og geislandi fegurð. Þremur árum seinna, eða árið 2009, tók Ariko upp þráðinn og hefur haldið sambandi við þær Ernu og Hrefnu allar götur síðan.

3.jpg.CROP.original-original

Allur réttur áskilinn: Ariko Inaoka

2.jpg.CROP.original-original

Allur réttur áskilinn: Ariko Inaoka

Í umfjöllun Slate um myndaþátt Ariko segir hún systurnar vera „sjálfsöruggar, þroskaðar og auðmjúkar í allri framkomu og nálgun” en þær Erna og Hrefna æfa báðar ballett fimm daga vikunnar og slá hvergi af við iðkun að sögn Ariko. Þá séu þær sterkir námsmenn og fái „nær alltaf sömu einkunnir”. Ariko segir tengsl þeirra vera sterk og innileg og á mörkum þess að vera yfirnáttúruleg. „Þegar þær tala saman, byrjar önnur þeirra á setningunni, hin fer með meginhluta orðanna og svo slær hin botninn í setninguna – og þetta samskiptamynstur virðist þeim svo eðlislægt. Þær hafa líka sagt mér að þeim dreymi sömu draumana.”

1.jpg.CROP.original-original

Allur réttur áskilinn: Ariko Inaoka

8.jpg.CROP.original-original

Allur réttur áskilinn: Ariko Inaoka

Umfjöllun SLATE um verk Ariko og systurnar Ernu og Hrefnu má nálgast í heild sinni HÊR, en vefsíða Ariko Inaoka, þar sem má skjá fleiri ljósmyndaverk af systrunum Ernu og Hrefnu, er HÊR

SHARE