Tokyo: “Kim og fjölskylda mega ekki koma í brúðkaupið”

Blac Chyna og Rob Kardashian eru búin að vera trúlofuð í nokkra daga, en mamma Blac hefur haft orð á því að Kardashian fjölskyldan sé aldeilis ekki velkomin í brúðkaup þeirra. Hún hafði vel valin orð um systurnar undir þessari vel völdu undirskrift.

Sjá einnig:Rob felldi tár þegar Blac Chyna játaðist honum

Kris Jenner hefur haft orð á því að henni finnist hann vera að drífa sig of mikið með þessu stóru ákvörðun og eru systur hans algjörlega sammála, en Rob hefur í tvígang lýst yfir óendanlegri ást til bæði til Rita Ora og Adrienne Bailon og beðið þær um að giftast sér. Í hvorugt skiptið virkaði sú tilraun hans, svo allt er kannski þegar þrennt er í hans tilviki.

Sjá einnig:Blac Chyna og Rob Kardashian trúlofuð

Fjölskylda Rob hefur gert samning sín á milli að þau munu ekki tala um trúlofunina í samfélagsmiðlum en fyrrverandi hennar Chyna og núverandi hennar Kylie Jenner, Tyga sagði:

Allir eiga það skilið að vera hamingjusamir. Það sem aðrir gera til að vera hamingjusamir kemur mér ekki við, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á mína hamingju. Það gerir mig hamingjusaman að sjá barnsmóður mína hamingjusama. Það eina sem ég hugsa um í þessu samhengi er sonur minn. Ég vill að hann sé í hamingjusömu umhverfi.

Sjá einnig: Mamma Blac Chyna vill að hún giftist Rob Kardashian

32E9FF5500000578-3527180-image-a-119_1459977822171

32E9186A00000578-3527180-image-a-116_1459977540490

32E9648E00000578-3527180-image-m-118_1459977635956

32E9185900000578-3527180-image-m-121_1459978399055

10914622_924402227570418_126506298_n

SHARE