Tölum aðeins um gyllinæð

Eitt af því sem er alveg tapú að tala um er gyllinæð. En gyllinæð er ástand sem mjög margir upplifa oftar enn einu sinni á ævinni.

Til dæmis er ekki óalgengt að þrýstingurin sem myndast við það að fæða barn skilji eftir sig væna gyllinæð með tilheyrandi óþægindum. Það getur orðið svo sárt að það er varla sitjandi á afturendanum af sársauka. Hvað þá hafa hægðir!

En þetta er eitt af þessum fyrirbærum sem líkaminn okkar myndar og er frekar algengt en einhverra hluta vegna frekar óþægilegt að ræða, af hverju?

Það veit ég ekki þetta er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Hrikalega óþægilegur og á leiðinlegum stað, endaþarmsopið og rétt fyrir innan endaþarmsop.

Hér má sjá skýringarmynd.

Við erum jú öll með endaþarm og hann er okkur öllum lífsnauðsynlegur.

Hvað er gyllinæð?

Samkvæmt vísindavefnum er gyllinæð er þrútin bláæð eða með öðrum orðum æðahnútur í endaþarmi eða við endaþarmsop og finnst sem þykkildi. Bæði er til innri og ytri gyllinæð. Innri gyllinæð er inni í endaþarminum undir þekju endaþarmsopsins. Ef hún rifnar blæðir úr endaþarmsopinu en slíkt gerist iðulega við hægðir. Ytri gyllinæð er í húðinni nálægt endaþarmsopinu og blæðir úr henni ef æðin rofnar. Önnur einkenni eru kláði í endaþarmi og algengt er að blæði.

Jafnframt kemur fram að þetta sé mjög algengur kvilli, annar hver einstaklingur upplifir gyllinæð í eitt eða fleiri skipti yfir ævina. Algengasta orök gyllinæðar er þrýstingur vegna barneigna og harðlífis, svo já þetta eru bæði kynin, karla og kvennasjúkdómur.

Ýmsar leiðir eru til þess að lagfæra gyllinæð t.d eru ýmis krem, jurtalyf og einstaka tilfelli þurfa skurðaðgerð. Það er eins með gyllinæðina eins og aðra líkamlega kvilla sem einhverra hluta vegna eru feimnismál og má ekki ræða á kaffistofunni að ef ekki er brugðist við getur gyllinæðin orðið alvarlegri og lagfæring endað á skurðaborðinu.

Þú getur fræðst nánar: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4582

Munum að huga að hægðunum, borða trefjar og mat sem hjálpar okkur að forðast harðlífi.

SHARE