Tölum aðeins um þvagleka

Þvagleki er mikið feimnismál en samt eitthvað sem er nokkuð algengt bæði hjá konum og mönnum.

Þetta getur verið frá nokkrum dropum upp í heilan helling, jebb alveg satt.

Rétt upp hönd sem þekkja það að skellihlæja og finna smá gutla í nærbuxurnar eða hnerra hressilega og það er þokkaleg skvetta í brókinni. Nú eða verða svakalega mál að pissa og ná að halda alveg þar til lykillinn snýr skránni og opnar leiðina inn á klósett.

Ég skammast mín ekkert fyrir að rétta upp hönd enda búin að koma þremur veglegum börnum í þennan heim og eldast um slatta af árum, ég meina fimmtug eftir örfáa daga. Ætli barneignir og aldur séu orsök þvagleka?

Svo er það þetta með að hoppa…. ég veit það þarfnast ekki nánari lýsinga.

En af hverju er þvagleki feimnismál, hver ákvað það?

Þetta er bara mjög algengur kvilli og oft hægt að fá aðstoð til að draga úr honum ýmist með hjálp æfinga og svo eiga læknar ýmsar lausnir til.

Á doktor.is má fá góðar upplýsingar um þvagleka og eitt af því sem kemur fram þar er að þar sem þetta er feimnismál verður vandinn oft stærri en hefði orðið ef brugðist við snemma. Jafnframt er sú ranghugmynd í gangi að þetta sé tengt barneignum og gamalsaldri.

Set hér inn link: https://doktor.frettabladid.is/sjukdomur/thvagleki

Hvet ykkur til að kynna ykkur málið og svo skulum við bara rjúfa fordómana og vera stolt af þvaglekanum… nei ok en alla vega bregðast við í tíma.

Gerum grindabotnsæfingar hvar og hvenær sem er og ef við erum að fara að hoppa er gott að vera með innlegg!

SHARE