Tímaritið InTouch greindi frá því í vikunni að leikarinn Tom Cruise hafi ekki hitt dóttur sína, Suri Cruise, í að verða 18 mánuði. En feðginin sáust síðast saman opinberlega þann 15.september árið 2013. Vefmiðillinn TMZ heldur því þó fram að Tom hitti dóttur sína reglulega og þau séu í góðu sambandi í gegnum síma.  Samkvæmt miðlinum er eina ástæða þess, að þau hafa ekki eytt miklum tíma saman undanfarið, sú að Tom hefur verið upptekinn við tökur á kvikmyndinni Mission Impossible 5.

Sjá einnig: Cher og Tom Cruise voru einu sinni saman

2705E95300000578-3013602-image-a-7_1427404257589

Fjölmiðlafulltrúar Cruise hafa ekki sýnt nein viðbrögð við þessum fréttaflutningi. En árið 2012 var tímaritið ákært fyrir fréttir af svipuðum toga – en þá flutti það einmitt fregnir af því að Tom hefði yfirgefið dóttur sína.

Tom og Katie hafa engin samskipti, hvorki hvað varðar dóttur þeirra eða annað. Það fer allt i gegnum þriðja aðila.

Sjá einnig: Tom Cruise selur húsið sitt fyrir himinháa upphæð

26C4DE4C00000578-3013602-image-m-10_1427404968260

SHARE