Tonje safnar notuðum smokkum: „Ég þrái að safna 10.000 alls”

Notaðir smokkar ilma best. Það er mat Tonje nokkurrar, sem er norsk og búsett í Harstad. Þessu greinir norska bloggsíðan FAMEZ frá og er erfitt að greina hvort um hárbeitta ádeilu eða blákaldan sannleika er að ræða, en í viðtali við vefinn segist Tonje hafa komist á bragðið þegar fyrrum kærasti hennar kom heim með fullan pakka af smokkum.

Þegar við höfðum lokið okkur af spurði ég einfaldlega hvort ég mætti fá að halda smokknum eftir og maðurinn hélt að ég væri að hæðast að honum. En hvers vegna ætti ég að vera að hæðast?

Árið var 2000 og upp úr slitnaði milli stuttu seinna, en þetta er, að mati Tonje, ástæða þess að hún er einhleyp í dag.

Ég fékk að halda smokknum eftir og varðveita hann, en sambandið fór í hundana af sömu ástæðu; ástríðu minni fyrir notuðum smokkum.

Elska Tonje óx í samræmi við notaðar verjurnar, sem stöðugt urðu fleiri og skömmu eftir að upp úr slitnaði hjá Tonje og unnusta hennar hélt hún samkvæmi heima fyrir.

Flestir gestanna höfðu drukkið áfengi og eitt parið endaði inni í svefnherbergi hjá mér. Það gladdi mig alveg óskaplega og þegar þau loks luku upp hurðinni aftur og komu fram í samkvæmið, spurði ég parið hvort þau hefðu notað smokk. Þegar þau jánkuðu því, bað ég þau að kasta ekki verjunni, heldur leggja á náttborðið mitt. Ég lofaði að henda verjunni, en ég gat það ekki. Ég hélt henni eftir.

Tonje viðurkennir fúslega fyrir FAMEZ að hún sé ástríðufullur smokkasafnari og að stöðugt bætist í safnið.

Besta tilfinning í heimi er að koma höndum yfir nýjan smokk. Í hvert sinn sem ég fæ notaðan smokk í pósti, líður mér eins og jólin séu runnin upp.

tonje

Og það er einmitt málið. Tonje, sem greiðir fúslega fyrir notaða smokka, segir suma daga hafa skilað sér allt að 20 notuðum smokkum. Tonje hefur greitt allt að 10.000 íslenskum krónum fyrir smokka sem berast henni í pósti og hefur jafnvel látið aukagreiðslu fylgja með gegn ljósmynd af sendanda.

Mér er alveg sama hvað öðrum finnst um þetta. Sumir eru gefnir fyrir bíla og aðrir iðka íþróttir. Þetta er mitt áhugamál og mér finnst ekkert athugavert við það.

Samkvæmt því er kemur fram á FAMEZ hafði Tonje safnað 1.921 notuðum smokkum sem hún hefur hengt upp á víð og dreif um íbúðina en hún hefur sett sér það markmið að eignast og hengja upp 10.000 notaða smokka.

Samkvæmt FAMEZ er Tonje enn á höttunum eftir notuðum verjum og er með netfang sem gefið er upp á vefsíðunni, þar sem hún býður í notaðar verjur í þeim tilgangi að skapa risavaxinn skúlptúr sem þjónar þeim eina tilgangi að hefja öruggt kynlífs til vegs og virðingar. Á bókstaflegan máta.

Netfang Tonju er: kondom-tonje@outlook.com

SHARE