Trylltur tónleikatúr Beyoncé og Jay Z hafinn – On The Run

Þau eru eitt umtalaðasta par veraldar, hafa haldið einkalífi sínu vandlega leyndum fyrir fjölmiðlum og máttu verjast í vök fyrir vökulum augum almennings eftir birtingu “lyftuárásarinnar” á sjálfu Met Gala kvöldinu. 

Beyoncé og Jay Z hafa verið par í yfir heilan áratug, gengu í það heilaga árið 2008 og hafa opinberlega gefið út stórorðar yfirlýsingar þess efnis að þau muni aldrei gefa út sameiginlega né heldur halda upp í tónleikaferðalag nema í sitt hvoru lagi.

Allt er þó breytingum undirorpið og þannig eru aðeins nokkrir sólarhringar síðan tónleikaferðalag þeirra hjóna On The Run opnaði í Miami og ætlaði allt að verða vitlaust þegar þau hjónin stigu loks saman á svið. Bæði Beyoncé og Jay Z hafa nýlokið við sín eigin tónleikaferðalög, en sem frægt er orðið, notaði Beyoncé tímann til að hljóðrita nýtt albúm – The Visual Album – sem kom út öllum að óvörum og án nokkurra formála en söngdívan gaf albúmið út á iTunes.

Ekki er langt síðan “besta bíómynd heims sem aldrei verður gefin út” var útvarpað gegnum YouTube en trailerinn að tónleikaferðalaginu sjálfu er stórbrotinn – svo freistandi að synd er að kvikmyndin verði aldrei gefin út:

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”lNcJg5svv9A”]

 

Gárungarnir fóru grófum orðum um fyrirhugað tónleikaferðalag þeirra hjóna og ýmsir gáfu í skyn að túrinn væri “flopp” og vísuðu þar í forsölu miða, en sögusagnirnar gengu svo langt að Forbes gaf að lokum út hálfgerða yfirlýsingu þar sem kom fram að miðasala hefði farið fram úr björtustu vonum – en aðgöngumiðar að On The Run túrnum eru rándýrir og það jafnvel á bandarískan mælikvarða og eru u.þ.b. 45% dýari en eðlilegt þykir.  Þannig kostar litlar 40.000 íslenskar krónur að bera hjónin augum á sviði nú í sumar en túrinn sem hófst í Miami þann 25 júní lýkur um miðjan september í París.

Ef marka má fyrstu deilingar af tónleikunum í Miami má reikna með að ferðalag þeirra Beyoncé og Jay Z verði enda logandi heitt og að tónleikagestir megi fastlega reikna með að fá verðgildi miðans á tónleikunum sjálfum og ríflega það. +

Túrinn hefst á metsölulagi þeirra hjóna – Bonny and Clyde: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”TkdflrXGYRE”]

Á vefriti Jay Z – Life and Times – kom svo út magnþrungið myndband af æfingum fyrir túrinn sjálfan þar sem hjónakornin sjást leggja allt að veði til að gera túrinn eins fullkominn úr garði og möguleiki er á. Freistandi áhorf, ekki satt og magnað væri að bera þau augum saman á tónleikum – On The Run túrinn er augsjáanlega eitt stærsta afrek sumarsins í tónlistarsögu ársins 2014.

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”QxlpPd-GYrQ”]

SHARE