Tucker er sorgmæddasti köttur veraldar

Daprasti köttur veraldar hefur loks hreiðrað um sig á hamingusömu heimili. Þetta þykja góðar fréttir, en kötturinn Tucker, sem hefur farið stórum í heimsfréttum að undanförnu, glímir við erfðagalla sem gerir köttinn vægast sagt sorgmæddan ásýndar.

Aumingja Tucker litli er bara ársgamall, en erfðagalli dýrsins lýsir sér í slútandi og slappri líkamshúð, hann fær auðveldlega marbletti og er með svo mikið hárlos að hann verður að vera klæðast stuttermabol til að verja hann kulda.

Tucker bjó áður á dýraathvarfi sem heitir Purrfect Pals Cat Shelter sem staðsett er í Arlington, Washington, en það voru starfsmenn athvarfsins sem frá sér numdir af gleði deildu eftirfarandi stöðuppfærslu á Facebook:

 

 

Aumingja litla dýrið sem er alls ekki sorgmætt, elskar að láta klappa sér og er afar hændur að börnum fyrrum eigendur hans gáfust upp á umönnun dýrsins og létu hann frá sér, en þannig endaði sorgmæddasti heimilisköttur veraldar á dýraathvarfi.

Athvarfið auglýsti strax eftir nýjum eigendum og bárust fjölmargar fyrirspurnir en það var ekki fyrr en kona að nafni Katie, sem á annan fatlaðan kött, gaf sig fram og sagðist reiðubúin að taka Tucker að sér að starfsmenn athvarfins gerðu upp hug sinn.

Litla dýrið Tucker er nú í góðum höndum og þrátt fyrir dapurt yfirbragð og sorgmædd augu er enginn vafi á því að hann brosir hið innra.

Allt er gott sem endar vel og hér er Tucker í faðmi nýja eigandans:

SHARE