Tvær nýjar stöðvar – Nýr morgunþáttur og nýtt fólk

Útvarpsstöðinn Flass 104,5 ætlar heldur betur að bæta við sig á næstu dögum en 2 nýjar útvarpsstöðvar eru að fara í loftið, FlassBack og Flass Xtra.

„Hér stendur mikið til og er góður andi í hópnum” segir Sindri Ástmarsson dagskrárstjóri á Flass 104,5. Flass 104,5 hefur verið í loftinu síðan 2005 og haldið velli á erfiðum samkeppnismarkaði. Nú er komið að því að stækka við fyrirtækið og fara tvær nýjar útvarpsstöðvar í loftið í mars. Flass 104,5 mun þá halda úti þrjár útvarpsstöðvar ásamt því að halda úti afþreyingarvefnum flass.is.

Nýju útvarpsstöðvarnar munu stækka markhóp Flass en önnur af þessum tveimur útvarpsstöðvum heitir FlassBack og hefur fengið tíðnina FM 91.9. FlassBack spilar tónlist frá árunum 1990 til 2005.

„Okkur fannst vanta svona stöð sem spilar gamalt og gott gull” segir Sindri.

Hin útvarpsstöðin mun heita Flass X­tra og fer hún í loftið á næstu dögum. Þar fá hlustendur að heyra tónlistarstefnur sem útvarpsstöðvar á Íslandi hafa ekki mikið verið að spila hingað til. HipHop og raftónlist verða áberandi en ekki sú sem heyrist á útvarpsstöðvum landsins í dag. Jaðartónlist mun fá nýtt heimili og íslenskir tónlistarmenn fá að vera í algjöru aðalhlutverki.

Flass 104,5 verður áfram aðalútvarpsstöðin og dagskráin þar tekin í gegn. Nýr morgunþáttur hefst í mars ásamt því að nýtt útvarpsfólk verður kynnt til leiks. Á vefnum ætlum við svo að virkja Flass TV og fá tónlistarmenn í heimsókn í nýja og flotta „live lounge” stúdíóið okkar. Í vor verður hlustendum okkar einnig komið á óvart með nýju og flottu Flass snjallsíma forriti.

„Stúdíóin eru tilbúin, sendarnir komnir upp og við erum byrjaðir að senda út” segir Karim Djermoun, framkvæmdastjóri.

Nýju stöðvarnar verða fyrst sendar út einungis á höfuðborgarsvæðinu á fm tíðni en að sjálfsögðu verða þær einnig á netinu. Flass vonast svo til að geta stækkað útsendingasvæðið sitt strax í sumar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here