Tveir ungir drengir myrtu 13 mánaða dreng meðan hann svaf

Lögreglan í Georgia leitar nú að tveimur drengjum sem talið er að séu um 15 ára og 10 ára gamlir. Þeir eru sakaðir um að hafa skotið lítinn dreng í kerrunni sinni þegar þeir voru að gera tilraun til að ræna móður hans.

Móðir drengsins, sem hét Antonio og var aðeins 13 mánaða, segir að hún hafi farið með hann út að labba og þá hafi þessir tveir strákar komið til hennar og heimtað peninga. Þegar hún sagði þeim að hún væri ekki með neina peninga dró eldri drengurinn upp byssu og sagðist ætla að skjóta drenginn. Móðirin fór þá og skýldi drengnum með líkama sínum og höndum en drengurinn hrinti henni í burtu og skaut Antonio beint í höfuðið.

Allt tiltækt lið hefur verið sent í að leita drengjanna tveggja og 10.000 dollara verðlaun eru í boði fyrir hvern þann sem getur gefið vísbendingar um hvar drengina er að finna.

Hægt er að sjá viðtal við móður drengsins hér!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here