Tvíburabræður gerðu svolítið sem er alveg ótrúlegt

Tvíburabræðurnir Jeromme og Jarrell Spence (21) frá Wolverhampton í Englandi hafa gert það sem eru ótrúlega litlar líkur á að gerist. Það eru 1 á móti 150.000 að tvíburabræður eignist börn nákvæmlega sama dag en það gerðu þeir bræðurnir.

Strákunum var frekar mikið brugðið þegar þeim varð ljóst að konurnar þeirra voru settar sama dag, eða 26. nóvember. Þeir áttu samt ekki von á því að þær myndu eiga á sama degi en sú var samt sem áður raunin. Drengirnir þeirra, sem hafa fengið nöfnin Cameron og Cassen, fæddust með tveggja klukkustunda millibili á sama spítala og sama ljósmóðirin tók á móti þeim báðum

Ljósmóðirin, Barbara Kapoor trúði varla sínum eigin augum: „Ég hef aldrei heyrt af svona áður, þetta er alveg dásamlegt!“

HeimildirMirror

SHARE