Tvíburar Lisa Marie vilja ekki fara heim til sín

Hinir 14 ára gömlu tvíburar Lisa Marie Presley eru skiljanlega í miklu áfalli eftir skyndilegs fráfalls móður sinnar. Stelpurnar, Finley og Harper, munu að öllum líkindum ekki fara heim aftur því þær geti ekki hugsað sér það. Stúlkurnar hafa því verið mikið heima hjá ömmu sinni, Priscilla Presley, í Los Angeles. Eldri systir tvíburanna, Riley Keough, hefur líka verið mikið hjá ömmu sinni og fjölskyldan standi þétt saman á þessum erfiðu tímum.

Sonur Lisa Marie, Benjamin, tók sitt eigið líf árið 2020 og á innan við ári seldi Lisa Marie heimili þeirra, þar sem sjálfsvígið átti sér stað. Það var alltof erfitt fyrir hana og fjölskylduna að búa þar.

Það var heimilishjálp Lisa Marie sem fann hana í hjartastoppi á fimmtudagsmorguninn 12. janúar, rétt eftir að Danny Keough, hafði skutlað tvíburunum í skólann. Danny, barnsfaðir Lisa Marie, sem bjó hjá þeim á þessum tíma, byrjaði strax á endurlífgunartilraunum. Sjúkraflutningamenn náðu svo örlitlum púls á leiðinni á spítalann en hún var seinna úrskurðuð látin á spítalanum.

SHARE