Tvíkynhneigð fyrrum barnastjarna

Fyrrum barnastjarnan Mara Wilson, sem flestir þekkja úr myndum eins og Mathilda, Mrs. Doubtfire og Miracle on 34th street segist vera tvíkynhneigð. Hún sagði frá þessu á Twitter í kjölfar árásanna í Orlando um seinustu helgi. Fyrst birti hún mynd af sjálfri sér frá því hún var 18 ára og stödd á skemmtistað fyrir samkynhneigða.

Sjá einnig: Segir kynhneigð fólks ekki skipta máli

 

Upphófst mikil umræða um þetta og segir Mara í athugasemd að hún myndi telja sig var tvíkynhneigða frekar en gagnkynhneigða.

 

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE