Ty Hunter: Valdamesti stílistinn er óstöðvandi á Instagram!

Að baki hverri glæstri konu er …. nær óþreytandi stílisti sem leggur allt í sölurnar fyrir rétta kjólinn, hann lætur sannfærandi orð falla á réttum augnablikum og er ávallt með puttann á púlsinum. 

Það getur ekki verið auðvelt að vera stílisti stjórstjörnu, sér í lagi ef konan heitir Beyoncé. En Ty Hunter, sem gengur undir notendanafninu @tytryone á Instagram hefur starfað með stúlkunni frá árdögum Destiny’s Child og er enn að. Óbugaður, fullur staðfestu …. og hann er hrikalega fyndinn á Instagram í ofanálag.

 

 

Að halda því fram að Ty Hunter sé einfaldlega stílisti er stórkostleg einföldun. Strákurinn, sem býr í Harlem, New York en sleit barnsskónnum í Houston, Texas hefur unnið með stórstjörnunni síðan hún steig sín fyrstu skref á frægðarbrautinni. Og hann er ekki aðeins maðurinn að baki búningahönnun flestra tónlistarmyndbanda hennar heldur velur hann einnig kjóla á ögurstundum (Met Gala, man einhver?) og hvíta Michael Costello kjólnum sem stúlkan klæddist á Grammy verðlaunaafhendingunni.

 

 

 

Hvað gerir þá einn farsælasti og áhrifamesti stílisti hins vestræna heims á Instagram? Deilir hann myndum af Beyoncé, úthrópar störf annarra stílista, dæmir Rihönnu, dregur fólk í dilka, leggur línurnar fyrir komandi mánuði í heimi tískunnar? Rífst jafnvel við Önnu Wintour?

Getur verið að Ty Trone, sem gætir leyndarmála einna stærstu stjörnu tónlistarheimsins í dag, syngi eins og lítill kanarífugl á Instagram?  Segi frá öllum leyndarmálum? Póstar hann skotum úr búningsklefa Beyoncé? 

Nei, gott fólk. Ty Trone er sálusorgari á Instagram. Hann semur spakmæli, hrósyrði, hvatningarorð og hann póstar í gríð og erg gullmolum sem gera hversdaginn einhvern veginn aðeins auðveldari.

 

Far vel sjálfshjálparbækur; Dr. Ty er mættur á Instagram og hann er óstöðvandi! 

 

SHARE