Um 25 ára eiga allir að vera farnir að nota augnkrem

Um 25 ára aldurinn eiga allir að vera farnir að nota augnkrem. Hjá okkur flestum eru fyrstu sjáanlegu merki öldrunar í kringum augun og því nauðsynlegt að hugsa um þetta svæði jafn vel og restina af andlitinu. Nota góðan augnfarðahreinsi með næringu og svo gott augnkrem.

Fyrst notum við augnkrem sem er aðeins raki en svo seinna færum við okkur yfir í krem sem styrkja og stinna húðina. Ástæðan fyrir því að við notum sérstakt augnkrem í kringum augun, en ekki bara rakakremið okkar, er að augnkrem eru öðruvísi uppbyggð en önnur krem. Húðin í kringum augun er mun þéttari og fíngerðari en annarsstaðar og því þarf krem sem er með minni molekulum.

Ef við berum venjulega rakakremið okkar bara á augnsvæðið mun það hreinlega sitja þar og ekki ná niður í húðina þar sem þörfin er. Til að fá svo smá extra notum við augnmaska einu sinni til tvisvar í viku.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta, eða annað tengt snyrtifræði, endilega sendu fyrirspurn á inga@hun.is

Gangi ykkur vel!

SHARE