Unaðsleg frönsk súkkulaðikaka með Dumle karamellukremi

Þessi franska súkkulaðikaka er með þeim betri, því verður ekki neitað. Uppskriftin er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargarsem ég mæli með að þú skoðir allt til enda og smellir jafnvel í bookmarks. Eins er sniðugt að fylgjast með Tinnu á Facebook.

Sjá einnig: Unaðsleg kaka með hnetubotni og súkkulaðimús

IMG_8133

Botninn

1/2 bolli uppáhellt sterkt kaffi

200 gr púðursykur

200 gr sykur

350 gr smjör

300 gr suðusúkkulaði

100 gr ljóst rjómasúkkulaði

5 stór egg

  • Hitið kaffi og sykur saman í potti að suðu og takið af hellunni. Bætið við smjöri og súkkulaði, látið bráðna saman við kaffiblönduna og hrærið vel.
  • Gott er að skera súkkulaðið fremur smátt svo það bráðni hraðar.
  • Athugið að blandan má ekki sjóða eftir að smjöri og súkkulaði hefur verið blandað saman við hana.
  • Hrærið egg örlítið saman í skál og bætið saman við súkkulaðiblönduna í pottinum. Hrærið vel þar til deigið verður silkimjúkt og slétt.
  • Smyrjið smelluform og sníðið bökunarpappírsörk í botn þess.
  • Gott er að klæða smelluformið að utan með álpappír til að koma í veg fyrir að deigið leki úr því á meðan kakan er í ofninum.
  • Hellið deiginu í smelluformið og bakið við 170° í 55-60 mínútur.
  • Kælið kökuna í 3-4 klst. áður en hún er borin fram. Allra best þykir mér kakan þegar hún hefur staðið í ísskáp yfir nótt.

Dumle karamellukrem

120 gr Dumle karamellukrem

30 ml rjómi

  • Bræðið saman í potti Dumle karamellur og rjóma.
  • Kælið karamelluna að stofuhita og hellið yfir frönsku súkkulaðikökuna.

Sjá einnig: Stórsniðugt: Heimatilbúnar súkkulaðiskálar

SHARE