Unaðslegar hafrakökur – Uppskrift

Þessar hafrakökur eru hreinlega dásamlegar. Þú getur haft kókosmjöl eða haframjöl í þeim og mörgum finnst gott að hafa möndlur í þeim líka.

Hafrakökur

1 bolli olía
1 bolli púðursykur
1 bolli hrásykur
2 egg
1 teskeið vanilludropar
1 og ½ bolli heilhveiti eða spelt
1 teskeið salt
1 teskeið lyftiduft
3 bollar haframjöl eða kókosmjöl
1 bolli rúsínur eða súkkulaði eða bara hvort tveggja til helminga.

Blandið saman olíu og sykri og hrærið með sleif. Eggjunum er svo bætt við ásamt vanilludropum og hrært saman. Síðan er þurrefnunum bætt við og haframjölinu seinast.

Setjið litlar kökur á bökunarpappír með teskeið því þær stækka mikið.

Bakið í ca. 10 mín við 150° í blástursofni.

SHARE