Unaðslegir rjómakaramellukubbar

Þessir kubbar eru ótrúlega fljótlegir og því er tilvalið að smella í eina svona uppskrift þegar eitthvað stendur til og maður er agalega tímabundinn. Uppskriftin er af blogginu hennar Tinnu Bjargar – eins og svo mikið af hnossgætinu sem við höfum birt undanfarið.

IMG_2814

Sjá einnig: Sjúklega góð súkkulaðikaka með kanilfyllingu

Rjómakaramellukubbar

20 rjómakaramellur frá Freyju

100 gr smjör

3 msk sýróp

5 bollar Rice Krispies

  • Bræðið rjómakaramellur, smjör og sýróp saman og látið krauma við vægan hita í 2-3 mínútur.
  • Athugið að ef karamellubráðin er látin krauma of lengi þá verða kubbarnir harðir og seigir.
  • Takið pottinn af hellunni, hrærið Rice Krispies saman við karamellubráðina og þrýstið blöndunni í ferhyrnt kökumót.
  • Kælið kökuna og skerið í kubba.

Sjá einnig: Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði

SHARE