Uncle Ben’s ekki lengur Uncle Ben’s

Uncle Ben’s verður ekki lengur Uncle Ben’s lengur. Fyrirtækið sem framleiðir vörurnar, Mars Inc, fékk á sig gagnrýni vegna vörumerkisins og var það kallað rasískt. Þeir afhjúpuðu breytinguna á vörumerkinu í dag .


Uncle Ben’s verður semsagt Ben’s Original frá og með núna. Þeir tóku út myndina af eldri, þeldökkum manni með slaufu, sem var á vörumerkinu.

Talsmaður framleiðandans, Fiona Dawson, segir að þetta hafi verið rétt ákvörðun þó hún viti að þau geti aldrei gert öllum til geðs. Hún segir að þau hafi hlustað á neytendur og vitað að það væri kominn tími á þessar breytingar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here