Hvað gerist þegar bláókunnir afklæðast og fara í rúmið? – Myndband

Að afklæða aðra manneskju í fyrsta sinn getur verið svolítið vandræðalegt – svona í besta falli, pínu asnalegt og eiginlega bara klaufalegt ef tala á hreint út.

Að renna einhverjum öðrum úr skyrtunni, hneppa frá buxunum – eða smeygja manneskju úr kjól – þetta er allt saman hægara sagt en gert. Tölur geta brotnað, rennilásar eyðilagst og almáttugur. Allt getur gerst!

 Þeir sem muna eftir stuttmyndinni First Kiss og kunnu vel að meta, ættu að gleðjast núna þar sem framhaldsþáttur er kominn á netið og er hann ekki af verri endanum – en stuttmyndin hér að neðan ber heitið Undress Me og fangar ofangreint ágætlega.  

“Ég bað bláókunnugt fólk að afklæða hvert annað og leggjast saman upp í rúm. Ekkert annað. Engar reglur” segir Tatia Pilieva, sem er leikstjóri í innganginum að myndinni sjálfri.  Útkoman er yndisleg, hlægileg, vandræðaleg, asnaleg og hreint út sagt dásamleg. 

Útgáfu stuttmyndarinnar er ætlað að fagna rannsóknum þeirra William Masters og Virginia Johnson, sem voru brautryðjendur á rannsóknum í tengslum við kynhegðun mannskepnunnar, en þau höfðu einnig þann háttinn á að biðja bláókunnugt fólk að para sig saman og leggjast upp í rúm.  

Skemmtileg stuttmynd, ekki satt?  

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”pKZa-Kb4Nng”]

SHARE