Ung kona sem greindist með lungnakrabbamein á fjórða stigi fékk að upplifa draumabrúðkaupið

Hún er fárveik af krabbameini en brúðkaupsveislan var dásamleg. Diane Forden fjallaði um þetta einstaka brúðkaup í veftímaritinu Bridal Guide og frásögnin hefur vakið mikla athygli og fjallað hefur verið um þessa fallegu stund á veraldarvefnum. 

Jen Bulik vann við hárgreiðslu í San Jose, Californíu. Í desember síðastliðnum fékk hún fréttir sem fólk vonast til að þurfa aldrei að fá. Læknir hennar tjáði henni að hún væri með IV stigs lungnakrabba.

Ákváðu að gifta sig hið fyrsta.

Hún hafði búið í sex ár með kærasta sínum, jógakennaranum Jeff Lang og þegar þau fengu þessar fréttir ákváðu þau að ganga í hjónaband hið fyrsta. Þau vissu að tíminn var naumur vegna veikinda hennar og fjárhagurinn var ekki góður svo að þau ákváðu að hafa mjög látlausa móttöku heima hjá sér.

En málin tóku aðra stefnu þegar vinkona Jen sagði frá hvað til stæði á Facebooksíðu fagfólks sem skipuleggur brúðkaupsveislur. Erica Ota sem skipuleggur brúðkaupsveislur sá færsluna og ákvað að hefjast handa. Hún hafði samband við parið, hitti þau og varð svo snortin af sögu þeirra að hún ákvað að gefa þeim brúðkaupsveisluna sem þau hafði dreymt um.

Erica hafði áður starfað sem félagsráðgjafi og hafði því unnið með fólki sem var fárveikt. Hún segist á þeim tíma lítið annað hafa getað gert en að reyna að hugga og veita styrk en í tilfelli þessa ungu hjóna sá hún að hún gat gert miklu meira en það til að hjálpa þeim að gera daginn eftirminnilegan.

Fullt af fólki lagði sitt af mörkum og gerði daginn yndislegan fyrir þetta par
Tíminn var naumur og Erica ræddi við þau um hvernig þau langaði til að veislan væri og byrjaði svo strax að hafa samband við fjölmarga aðila og biðja þá um framlög af ýmsu tagi. Jen langaði að hafa sveitabrúðkaup og sveitabrúðkaup skyldi það vera! Henni tókst að ná saman öllu sem til þurfti, borðum, stólum, dúkum, borðbúnaði, gestabók, meira að segja hárkollu fyrir brúðina og dýrlegum veislukosti.

Sjálf athöfnin fór fram undir greinum risafuranna í Saratoga garðinum. Hópur vina og fjölskyldu fylgdist með þegar þau voru gefin saman. Vinkona þeirra, Anna sem hafði kynnt þau stjórnaði athöfninni og gaf þau saman, en sjálf völdu þau orðin sem sögð voru og fóru með þau.

„Ég hef aldrei á minni ævi verið eins þakklát og ég er núna þegar við höfum notið alls þessa kærleika og umhyggju, ekki einungis frá Ericu heldur frá fjölda ókunnugs fólks sem gaf okkur þessa dásamlegu hátíð. Ég hafði ekki hugmynd um að fólk gæti verið svona gott og gjafmilt“, sagði Jen.

Hér má sjá myndir úr þessu fallega brúðkaupi

SHARE