Ung stúlka með einhverfu lærir að sig tjá á ótrúlegan máta

Þó að hún sé ung að árum, var auðsjáanlegt að Iris Grace Halmshaw myndi koma til með að þurfa á mikilli aðstoð að halda. Hún er með mikla einhverfu og á þar af leiðandi í erfiðleikum með að eiga samskipti í langan tíma.

Það kom þó ekki í veg fyrir að hún heillaði fólk með ótrúlegum listrænum hæfileikum sínum, því þessi ótrúlega stelpa hefur lært að tjá sig í gegnum list sína. Verk hennar hafa verið seld út um víða veröld, sem er mjög sérstakt fyrir 6 ára gamla stelpu, en þegar kom að daglega lífi hennar, átti hún í miklum erfiðleikum.

Sjá einnig: Hvað er einhverfa?

Hún átti í erfiðleikum með að umgangast önnur börn og átti erfitt með svefn. Það sem venjulegum börnum finnst sjálfsagt að upplifa, fannst Iris erfitt að takast á við, svo sem að fara í föt, sitja í bíl og að fara í bað.

Hún gat heldur ekki tjáð sig, sem þýddi að hún gat ekki sagt hvað hún vildi og hvernig henni liði, ekki einu sinni við foreldra sína, en það breyttist allt eftir að hún eignaðist gæludýrið sitt.

Sjá einnig: Myndar einhverfan son sinn – Gerði feðgana enn nánari – Myndir

iris-1-600x678

Thula er Maine coon köttur, sem hefur verið þjálfuð sem meðferðar dýr og breytingarnar sem urðu á Iris eftir að dýrið kom í líf hennar hafa verið ótrúlegar.

Móðir hennar segir að hún hafi í langan tíma átt í erfiðleikum með að tjá sig, bæði með tali og líkamstjáningu, svo hún lýsir henni eins og hún hafi verið föst í sínum eigin heimi og að ekki væri hægt að ná til hennar.

Iris málar fallegar abstrakt myndir, sem sýna frábæran hæfileika hennar og hafa myndirnar náð athygli fólks víða. Hún notarmálingu, blek og glimmer í myndirnar sínar og hefur hún sérstakt auga fyrir litasamsetningu. Með myndum sínum hefur hún getað tjáð tilfinningar sínar.

iris-8

iris-p-1

iris-p-2

iris-p-4

Sjá einnig: Hvað er einhverfuróf?

Allt breyttist þegar Thula kom inn í líf hennar og voru náin tengsl þeirra auðsjáanleg nánast samstundis og Iris fór að geta tjáð sig. Það var eins og öll vandamál hennar væru að leysast með tilkomu kattarins og nú eru þær óaðskiljanlegar.

iris-2-600x449

iris-6-850x566

Thula horfir á Iris í hverju spori og fylgist með henni mála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr eru sérstaklega góð fyrir börn með einhverfu og hjálpar þeim að þróa félagslega færni sína. Kötturinn hjálpaði Iris ekki bara með félagslega færni hennar, heldur varð hún til þess að hún átti auðveldara með að sitja í bíl og fara í klippingu, sem var nokkuð sem hún átti í miklum erfiðleikum með að gera.

iris-10-600x816

Móðir hennar fór að taka eftir því að hún varð meira félagsleg með tilkomu Thula og fór hún því að eiga meiri samskipti við fjölskyldu sína. Áður fyrr líkaði Iris illa við að láta faðma sig og kyssa, en nú sýnir hún mun meiri ástúð og varð mun opnari fyrir fjölskyldu sinni. Hún notar meira af orðum í stað þess að benda eða nota líkamstjáningu eingöngu og talar bæði við köttinn og fjölskyldu sína.

iris-7-600x864

Heimidlir: littlething.com

SHARE