Ungar konur nota almennt ekki mikið af snyrtivörum! – Hversu margar snyrtivörur notar þú á dag?

Oft er talað um að ungar konur noti mikið af snyrtivörum. Maður myndi eflaust halda að svo væri raunin þar sem salan á snyrtivörum eykst með hverju árinu. Það væri því áhugavert að vita hvort að við notum í raun allar þær vörur sem við kaupum okkur. Geymum við þær kannski bara upp í skáp?

Nýlega gerði blaðið Stumble Upon könnun til að athuga hvernig konur hugsa um hárið á sér, húðina og hvað annað þær gera til að viðhalda fegurðinni og niðurstaðan var áhugaverð.

Könnunin tók til kvenna á aldrinum  18-25 ára og í þessu hópi sögðu 67 % að þær notuðu 0-3 snyrtivörur fyrir hár og andlit á morgnana.  Um 20% sögðust nota  4-7 vörur og 10% sögðust nota 8-12. Ekki voru nema um 3% ungra kvenna sem sögðust nota meira en 12 tegundir af snyrtivörum á morgnana.

Eitt er þó alveg ljóst og það er að konur nota minna daglega af snyrtivörum núna en áður var gert, sérstaklega þegar þær eldast.  Mjög margar drógu verulega úr notkuninni eftir að 25 ára aldri var náð. Margar konur smella bara á sig örlitlum varalit eða maskara áður en þær fara út úr húsi. 

Þetta segir okkur að svo virðist sem konur fari að hugsa þegar þær eldast að allur þessi smurningur og tími fyrir framan spegilinn svari bara ekki kostnaði. Það getur líka verið að fólk fari að hugsa sig um hvort það vill nota launin sín í að kaupa þessa vöru.

Svo eru til fullyrðingar byggðar á annarri athugun að margar konur noti árlega 172 klst. í að setja á sig farða og um helmingur kvenna finnist þær ekki aðlaðandi fyrr en þær eru  búnar að farða sig.

Flestum konum finnst gaman að farða sig á stundum en það er stór hluti af öllum þeim snyrtivörum sem við kaupum sem við notum jafnvel aldrei. Hversu margar snyrtivörur notar þú að meðaltali dag hvern?

SHARE