Ungum blaðamanni var nauðgað af hópi manna í Egyptalandi í mótmælum sem áttu sér stað.

Fimm menn réðust á 22 ára gamla þýska konu á Tahrir torginu í Cairo, Egyptalandi. Konan var skilin eftir í mjög slæmu ástandi og þurfti hún að gangast undir aðgerð. Sama kvöld er talið að eldri kona og 7 ára gömul stúlka hafi verið beittar kynferðislegu ofbeldi í mótmælunum.

Konan er talin hafa verið blaðamaður sem tók myndir af mótmælum í Egyptalandi. Þessi árás á konuna er ekki einsdæmi en á sama stað fyrir tveimur árum réðst hópur manna á fréttakonu frá Bandaríkjunum og nauðguðu henni.

Milljónir mótmælanda tóku þátt í mótmælunum og kröfðust þess að forseti Egyptalands, Mohammed Mursi myndi víkja. Hópur sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi tilkynnti 44 atvik þar sem konur urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi og ofsóknum síðastliðið sunnudagskvöld, þegar mótmælin áttu sér sað.

Hópurinn skrifaði á twitter síðu sína “Meðal þeirra sem urðu fyrir ofbeldi í kvöld eru ömmur, mæður með börn sín, 7 ára stúlkur og almennir borgarar: Allt konur.” Hópurinn hvetur konur til að halda sig frá torginu þar til ástandið er orðið betra.

Árið 2011 réðust amk 200 menn að fréttakonunni Lara Logan frá fréttamiðlinum CBS á Tahrir torginu. Árásarmennirnir rifu af henni fötin og “nauðguðu henni með höndunum” Eins og greint var frá í fréttum, í árás sem stóð yfir í 40 mínútur og endaði þegar hópur kvenna kom henni til bjargar.

 

SHARE