Uno á Hafnarstræti – Notalegur veitingastaður í miðborginni

Ég fór á dögunum á kynningu á nýjum matseðli veitingastaðarins UNO í Hafnarstræti, en staðurinn framreiðir ítalskan mat úr íslensku hráefni. UNO er þar sem gamli Kaffi Viktor var í gamla daga og ég held að ég hafi ekki komið þarna inn síðan sá staður var uppá sitt besta.

Það sem ég sá þegar ég kom inn var gjörbreyttur staður. UNO er rosalega notalegur og hreinlegur staður og um leið og maður stígur þarna inn þá verður maður slakur og ítalska andrúmsloftið grípur mann með sér. Það má með sanni segja að staðurinn hafi fengið mikla yfirhalningu eftir að honum var breytt í þennan veitingastað.

Maturinn sem reiddur var fram var æðislegur, bragðið var ferskt og greinilegt að þarna var bara fyrsta flokks hráefni notað. Ferskur Mozzarella og Carpaccio-ið var æðislegt og það var ekkert í boði þarna sem bragðlaukarnir mínir elskuðu ekki.

Þetta var yndislegur matur og frábært andrúmsloft og ég var sko alls ekki svikinn af þessari ferð minni í bæinn.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here