Uppáhalds í apríl

Þá er komið að því.. uppáhalds í apríl.

Það eru nokkrar vörur á þessum lista sem þið hafið séð áður en ég bara fæ ekki nóg af þeim þannig að þær eiga svo sannarlega heima á listanum

Númer eitt.. ekki endilega í vinsældaröð samt 😉

Þetta er þvílík rakabomba fyrir húðina og virkar vel fyrir allar húptýpur. Þetta er eins og gel með gullflögum í og sléttir, mýkir og fyllir húðina af raka.. frábær primer fyrir þurra húð.

Svo eru það Heavy Metal glimmer eyelinerarnir frá Urban Decay.. þeir eru hver öðrum fallegri. Fjólublái og bleiki eru í uppáhaldi hjá mér 🙂

Augnskugginn News Flash frá MAC er einn af þeim sem ég fæ ekki nóg af í augnablikinu, hann er í raun kinnalitur en er seldur í eins umbúðum og augnskuggarnir hjá MAC og er fáranlega litsterkur af kinnalit að vera

Þá er þessum lista lokið í bili.. og næst er verður það uppáhalds í maí, spurning hvort það bætist inn á þann lista einhverjar vor-vörur.

SHARE