Jæja, þá er komið að því… uppáhalds hjá mér í janúar.

Það voru nokkrar vörur sem ég notaði stöðugt allan mánuðinn og hér koma þær.

MAC Face and Body. Æðislegur farði þegar maður vill létta þekju og farða sem er eins og manns eigin húð bara betri 😉

Fæst í MAC Smáralind og MAC Kringlunni

MAC Constructivist Paint Pot – æðislegur !

Fæst í MAC Smáralind og MAC Kringlunni

Barry M Gelly naglalökk – þessi eru æðisleg! Endast vel á nöglunum og er með sömu fallegu áferðinni og gellökk. Litaúrvalið er líka geggjað !

Þessi fást í Fotia (www.fotia.is)

Og svo síðast en ekki síst keypti ég mér þennan hreinsi um jólin og vá hvað ég er ánægð með hann.. tekur allt af án þess að maður þurfi að nudda úr sér augun.

Gently Off frá MAC

Þessi fæst líka í MAC Smáralind og Kringlunni.

Ég keypti mér allar vörurnar sjálf.

SHARE